Erlent

Bandaríkin flýta klukkunni

Bandaríkjamenn hafa flýtt klukkum sínum eina klukkustund þremur vikum fyrr en venjulega. Þetta gera þeir til þess að spara orku og menga minna. Þingmenn segja að þetta muni minnka til muna útblástur skaðlegra efna í andrúmsloftið og gæti sparað almenningi miklar fjárhæðir.

Fyrirtæki í Bandaríkjunum hafa gagnrýnt uppátækið og sagt að það geti skapað vandræði fyrir tölvukerfi fjármálastofnanna og annarra fyrirtækja í viðskiptaheiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×