Erlent

Rifist um smokka

Brasiliskir stjórnmálamenn og yfirstjórn kaþólsku kirkjunnar eru komnir í hár saman út af smokkum. Ríkisstjórn Brasilíu gefur tugmilljónir smokka á hverju ári til þess að draga úr útbreiðslu alnæmis og þykir hafa tekist vel til í þessu landi frjálsra ásta. Að auki reka stjórnvöld öflugan áróður fyrir notkun smokka. Brasilía er fjölmennasta ríki kaþólikka í heiminum, með 185 milljónir íbúa.

Euogenio Sales, kardináli, skrifaði um helgina grein í dagblaðið O Globo, þar sem hann gagnrýndi stefnu stjórnvalda í þessu máli. Þar sagðist hann meðal annars vita af hinu erotiska umhverfi og það sé vegna þeirrar hnignunar sem kirkjan geti ekki lokað augunum fyrir þessu.

Stjórnandi baráttunnar gegn alnæmi, Mariangela Simao, svaraði kardinálanum fullum hálsi og sagði að það væri ekki verið að hvetja til kynlífs með því að berjast gegn útbreiðslu alnæmis. Skírlífi og og sjálfstjórn séu persónuleg mál hvers og eins og ekki hægt að grundvalla opinbera stefnu á því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×