Erlent

Mikil samúð við útför barna í New York

Fólk grét þegar litlar kistur barnanna voru b ornar inn í bænahúsið.
Fólk grét þegar litlar kistur barnanna voru b ornar inn í bænahúsið. MYND/AP

Mikill mannfjöldi safnaðist saman í New York í dag til þess að fylgja til grafar níu börnum og einum fullorðnum, sem fórust í eldsvoða í Bronx hverfi í síðustu viku. Fólkið var allt innflytjendur frá Mali sem létu lífið í mannskæðasta bruna í borginni í sautján ár. Það var borið til grafar í einföldum krossviðarkistum og viðstaddir grétu þegar litlar kistur barnanna voru bornar inn í bænahús múslima.

Fólkinu hefur verið sýnd mikill maður, og einn múslimanna við útförina sagði að það vekti vonir um að múslimar og kristnir í Bandaríkjunum gætu lifað í sátt og samlyndi. Talið er að kviknað hafi í útfrá hitakerfi. Slökkvilið var komið á vettvang nokkrum mínútum eftir að tilkynnt var um eldinn, en þá var fólkið þegar látið af reykeitrun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×