Meistaradeild VÍS í kvöld 15. mars 2007 11:29 Nú eru línur aðeins farnar að skýrast í Meistaradeild VÍS. Búnar eru 3 greinar af níu. Efstur í söfnun stiga til meistaratignar er Þorvaldur Árni eftir góðan árangur í öllum fyrstu þremur greinunum. Reikna má með að hann haldi áfram að ná góðum árangri a.m.k. í næstu tveimur greinum, gæðingafimi og fimmgangi og auki jafnvel forskot sitt í stigasöfnuninni. Þetta mat er byggt á því að hann teflir fram skörungum í þessum greinum, Rökkva frá Hárlaugsstöðum og Þokka frá Kýrholti, en Þorri vann einmitt fimmganginn á Þokka í fyrra. Á síðasta keppnistímabili skiluðu skeiðgreinarnar Þorra engu. Til að eiga raunverulega möguleika í ár þarf það að breytast. Þeir sem sækja að Þorra og virðast eiga raunhæfa möguleika á að slást við hann um titilinn eru Siggi Sig, Viðar Ingólfs, Sölvi Sigurðarson, Jói G., Atli og Diddi. Sölvi er nýliði í meistaradeild og verður að segjast að hann hefur komið á óvart með góðri frammistöðu. Byggir hann árangur sinn á hinum magnaða Óða-Blesa. Spurningin er hvort hann hafi jafnoka hans þegar kemur að skeiðgreinunum. Siggi Sig, Atli og Diddi eru á kunnuglegum slóðum á þessu stigi í meistaradeildinni. Fylgja í humátt, með möguleika á að skjótast fremstir hvenær sem tækifæri gefst. Allir eru þeir kunnir fyrir tækni og útsjónarsemi þegar kemur að skeiðgreinum og verða örugglega skeinuhættir þegar að þeim kemur. Þessir þrír eiga það sameiginlegt að hafa unnið meistaradeildina og þekkja keppnina inn og út. Þeir eiga það líka sameiginlegt að koma gríðarlega sterkir til leiks í kvöld, með margreynda og verðlaunaða gæðinga. Sigurbjörn teflir fram Markúsi en þeir hafa áður sigrað gæðingafimi meistaradeildar. Jói G. Hefur komið á óvart með frammistöðu sinni. Jafnan fengið hesta að láni á síðustu stundu, en halað inn stigin engu að síður. Verður að telja það honum til tekna sem reiðmanni. Viðar Ingólfs er vonarstjarna í hestaíþróttum. Fágaður reiðstíll og lipurð í hnakknum fleyta honum áfram. Sigur hans í töltinu var óumdeildur og það eitt sýnir að hann er til alls líklegur enda er töltkeppnin talin erfiðust hestaíþrótta. Viðar á góða möguleika í kvöld með Tuma og hann stendur vel að vígi þegar kemur að fimmgangi. Stóra spurningin varðandi Viðar og möguleika hans á titlinum er hestakostur hans í skeiðgreinunum. Of snemmt er að fullyrða mikið um úrslit meistaradeildar því enn eru 60 stig í potinum og jafnan hafa úrslit meistaradeildar ráðist í síðasta spretti síðustu greinar. Hestar Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjá meira
Nú eru línur aðeins farnar að skýrast í Meistaradeild VÍS. Búnar eru 3 greinar af níu. Efstur í söfnun stiga til meistaratignar er Þorvaldur Árni eftir góðan árangur í öllum fyrstu þremur greinunum. Reikna má með að hann haldi áfram að ná góðum árangri a.m.k. í næstu tveimur greinum, gæðingafimi og fimmgangi og auki jafnvel forskot sitt í stigasöfnuninni. Þetta mat er byggt á því að hann teflir fram skörungum í þessum greinum, Rökkva frá Hárlaugsstöðum og Þokka frá Kýrholti, en Þorri vann einmitt fimmganginn á Þokka í fyrra. Á síðasta keppnistímabili skiluðu skeiðgreinarnar Þorra engu. Til að eiga raunverulega möguleika í ár þarf það að breytast. Þeir sem sækja að Þorra og virðast eiga raunhæfa möguleika á að slást við hann um titilinn eru Siggi Sig, Viðar Ingólfs, Sölvi Sigurðarson, Jói G., Atli og Diddi. Sölvi er nýliði í meistaradeild og verður að segjast að hann hefur komið á óvart með góðri frammistöðu. Byggir hann árangur sinn á hinum magnaða Óða-Blesa. Spurningin er hvort hann hafi jafnoka hans þegar kemur að skeiðgreinunum. Siggi Sig, Atli og Diddi eru á kunnuglegum slóðum á þessu stigi í meistaradeildinni. Fylgja í humátt, með möguleika á að skjótast fremstir hvenær sem tækifæri gefst. Allir eru þeir kunnir fyrir tækni og útsjónarsemi þegar kemur að skeiðgreinum og verða örugglega skeinuhættir þegar að þeim kemur. Þessir þrír eiga það sameiginlegt að hafa unnið meistaradeildina og þekkja keppnina inn og út. Þeir eiga það líka sameiginlegt að koma gríðarlega sterkir til leiks í kvöld, með margreynda og verðlaunaða gæðinga. Sigurbjörn teflir fram Markúsi en þeir hafa áður sigrað gæðingafimi meistaradeildar. Jói G. Hefur komið á óvart með frammistöðu sinni. Jafnan fengið hesta að láni á síðustu stundu, en halað inn stigin engu að síður. Verður að telja það honum til tekna sem reiðmanni. Viðar Ingólfs er vonarstjarna í hestaíþróttum. Fágaður reiðstíll og lipurð í hnakknum fleyta honum áfram. Sigur hans í töltinu var óumdeildur og það eitt sýnir að hann er til alls líklegur enda er töltkeppnin talin erfiðust hestaíþrótta. Viðar á góða möguleika í kvöld með Tuma og hann stendur vel að vígi þegar kemur að fimmgangi. Stóra spurningin varðandi Viðar og möguleika hans á titlinum er hestakostur hans í skeiðgreinunum. Of snemmt er að fullyrða mikið um úrslit meistaradeildar því enn eru 60 stig í potinum og jafnan hafa úrslit meistaradeildar ráðist í síðasta spretti síðustu greinar.
Hestar Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti