Erlent

Þjóðstjórn skipuð

Hreyfingar Fatah og Hamas hafa komið sér saman um skipan óháðs fræðimanns í embætti innanríkisráðherra í þjóðstjórn Palestínumanna. Þetta var síðasti ásteytingarsteinn viðræðnanna og var stjórnin kynnt í dag. Hana skipa 9 Hamas-liðar, 6 fulltrúar Fatah og 3 óháðir í innanríkis-, fjármála- og utanríkisráðuneyti.

Þing greiðir atkvæði um stjórnina á laugardaginn. Myndun þjóðstjórnar er ætlað að binda enda á mánaðalangar skærur á milli stuðningsmanna Fatah og Hamas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×