Erlent

Ætlar að knýja þingið til aðgerða

Al Gore.
Al Gore. MYND/AFP
Al Gore hefur safnað fleiri en 300.000 undirskriftum sem hann ætlar sér að færa bandaríska þinginu í von um að það berjist gegn þeim loftslagsbreytingum sem gróðurhúsaáhrif eru talin valda.

Gore segir undirskriftirnar sýna fram á að það séu hundruð þúsunda sem séu sammála honum um að aðgerða sé þörf. Gore mun bera vitni fyrir nefnd þingsins á miðvikudaginn í næstu viku. Hann ætlar sér að ná 350.000 undirskriftum fyrir þann fund.

Gore segir að þingið hafi ekki enn gripið til aðgerða þar sem þeir hafi ekki orðið varir við vilja bandarísku þjóðarinnar í málinu. Því ætlar hann að breyta með undirskriftalistanum á miðvikudaginn kemur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×