Erlent

7 týndu lífi í flugslysi

Að minnsta kosti 7 týndu lífi og nærri 30 slösuðust, þegar farþegaþota skall utan flugbrautar í lendingu í Síberíu í morgun. 50 farþegar og 7 manna áhöfn voru um borð. Vélin rann inn á flugbrautina og eftir henni þegar hún skall niður. Síðan valt hún.

Þoka var þegar vélin átti að lenda. Verið er að rannsaka hvort skyggni og veðurskilyrðum sé um að kenna eða hvort mistök flugmanns hafi ráðið því hvernig fór.

Vélin er af gerðinni TU-134 og er í eigu rússneska flugfélagsins UT. Vélar af þessari gerð eru í eldri kantinum og notkun þeirra er nú gagnrýnd harðlega í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×