Erlent

Aha, þessi reykir

Ojj, þessi reykir.
Ojj, þessi reykir.

Reykingar geta ekki aðeins gert andlit hrukkótt og gul, heldur allan líkamann, samkvæmt nýrri skýrslu sem birt er í tímariti bandarískra húðsjúkdómalækna. Samkvæmt henni hafa reykingar áhrif á húð hvar sem hún er á líkamanum, jafnvel á stöðum sem eru verndaðir fyrir sólarljósi.

Dr. Yolanda Helfrich, við háskólann í Michigan, sem stýrði rannsókninni, sagði að þau hefðu skoðað húð á líkamanum sem venjulega sé skýlt fyrir dagsbirtu og komist að þeirri niðurstöðu að fjöldi sígarettupakka á dag og fjöldi ára sem viðkomandi hafi reykt, tengist húðskemmdum.

Rannsóknin er sögð sýna að hjá fólki yfir 45 ára aldri væru hrukkur umtalsvert fleiri hjá þeim sem reyktu en þeim sem ekki reyktu. Mismunurinn er sagður vel sýnilegur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×