Erlent

Lögðu hald á 19,4 tonn af kókaíni

Eiturlyfjaeftirlitið í Bandaríkjunum hefur í samstarfi við lögregluna í Panama lagt hald á 19,4 tonn af kókaíni. Kókaínið fannst um borð í skipi á Kyrrahafi um helgina og talið er að aldrei hafi meira magn eiturlyfja verið gert upptækt á hafi úti. Lögreglan í Panama skýrði frá þessu í kvöld. Skipið er flutningaskip og er skráð í Panama. 14 voru handteknir í tengslum við málið.

Lögreglan vildi ekki segja hversu mikils virði kókaínið væri ef það kæmist í umferð en kíló af kókaíni selst almennt á Bandaríkjamarkaði fyrir rúmlega 1,3 milljónir íslenskra króna. Stuttu áður, eða á miðvikudaginn í síðustu viku, lögðu sömu aðilar hald á um 11 tonn af kókaíni á svipuðum slóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×