Yahoo komið með leitarvél fyrir farsíma 20. mars 2007 10:30 Farsími frá Nokia. Bandaríska netfyrirtækið Yahoo kynnti í gær leitarvél fyrir farsíma með vafra. Með leitarvélinni, sem heitir OneSearch, þykir Yahoo hafa náð nokkru forskoti á netleitarfyrirtækið Google sem hefur í bígerð að búa til svipaðan hugbúnað fyrir farsíma. Fréttastofa Reuters segir að Yahoo muni í fyrstu horfa til þess að farsímanotendur í Bandaríkjunum geti notað leitarvélina en stefnt er að því að aðrir markaðir fylgi í kjölfarið. Reuters segir tæknifyrirtæki keppast um að búa til hugbúnað fyrir farsíma með vöfrum því markaðurinn fari ört vaxandi. Þar á meðal eru póstforrit og fleira til. Leitarvél Yahoo er þannig útbúin að farsímanotendur geta leitað eftir ýmsum staðbundnum upplýsingum, til dæmis með því að stimpla inn þá kvikmynd sem farsímanotendur langar til að sjá í bíó. Þar á eftir þarf að setja inn póstnúmer notanda og sýnir leitarvélin þá hvar hægt er að sjá tiltekna mynd og klukkan hvað hún er sýnd, svo eitthvað sé nefnt. Yahoo hefur gert samninga við nokkra af helstu farsímaframleiðendum um innleiðingu hugbúnaðar frá fyrirtækinu í farsímum á þessu ári. Þar á meðal eru Nokia, Motorla, Samsung og LG, að sögn Reuters. Fréttir Tækni Viðskipti Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríska netfyrirtækið Yahoo kynnti í gær leitarvél fyrir farsíma með vafra. Með leitarvélinni, sem heitir OneSearch, þykir Yahoo hafa náð nokkru forskoti á netleitarfyrirtækið Google sem hefur í bígerð að búa til svipaðan hugbúnað fyrir farsíma. Fréttastofa Reuters segir að Yahoo muni í fyrstu horfa til þess að farsímanotendur í Bandaríkjunum geti notað leitarvélina en stefnt er að því að aðrir markaðir fylgi í kjölfarið. Reuters segir tæknifyrirtæki keppast um að búa til hugbúnað fyrir farsíma með vöfrum því markaðurinn fari ört vaxandi. Þar á meðal eru póstforrit og fleira til. Leitarvél Yahoo er þannig útbúin að farsímanotendur geta leitað eftir ýmsum staðbundnum upplýsingum, til dæmis með því að stimpla inn þá kvikmynd sem farsímanotendur langar til að sjá í bíó. Þar á eftir þarf að setja inn póstnúmer notanda og sýnir leitarvélin þá hvar hægt er að sjá tiltekna mynd og klukkan hvað hún er sýnd, svo eitthvað sé nefnt. Yahoo hefur gert samninga við nokkra af helstu farsímaframleiðendum um innleiðingu hugbúnaðar frá fyrirtækinu í farsímum á þessu ári. Þar á meðal eru Nokia, Motorla, Samsung og LG, að sögn Reuters.
Fréttir Tækni Viðskipti Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira