Fótbolti

Pizarro hótar að hætta hjá Bayern

NordicPhotos/GettyImages


Perúmaðurinn Claudio Pizarro hjá Bayern Munchen segist ætla að fara frá félaginu ef honum verði ekki boðinn nýr og betri samningur fljótlega. Samningur hans rennur út í sumar og sagt er að hann vilji fá allt að 50.000 pund í vikulaun.

Vitað er af áhuga Juventus á leikmanninum, en ítalska félagið hefur þegar tryggt sér þjónustu félaga hans Hasan Salihamidzic í sumar.

"Þetta er síðasti samningurinn minn á ferlinum og því spila peningar eðlilega stóra rullu í samningaviðræðunum," sagði hinn 28 ára gamli markaskorari í samtali við Kicker.

Pizarro hefur ekki átt fast sæti í liði Bayern og var m.a. handtekinn fyrir ölvunarakstur í fyrra. Hann hefur skorað 10 mörk fyrir Þýskalandsmeistarana í vetur þrátt fyrir að vera fyrir aftan þá Roy Makaay og Lukas Podolski í goggunarröðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×