Dramatík í Mílanó 3. apríl 2007 20:37 Miðvörðurinn Van Buyten stal senunni á San Siro í kvöld NordicPhotos/GettyImages AC Milan og Bayern Munchen skildu jöfn 2-2 í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það var varnarmaðurinn Daniel van Buyten sem var hetja gestanna þegar hann skoraði jöfnunarmark liðsins nokkrum sekúndum áður en flautað var af. Hann skoraði bæði mörk þýska liðsins í kvöld eftir að Pirlo og Kaka höfðu tvisvar komið Milan í vænlega stöðu. Andrea Pirlo færði heimamönnum í Milan sanngjarna 1-0 forystu með slysalegu skallamarki á 40. mínútu leiksins og þannig var staðan í hálfleik. Van Buyten jafnaði fyrir Bayern og skoraði mikilvægt mark á útivelli þegar 12 mínútur lifðu leiks. Kaka kom svo heimamönnum yfir aftur þegar rússneski dómarinn vildi meina að Lucio hefði brotið á honum - en sá dómur var kolrangur. Bayern tók áhættu í blálokin og miðvörðurinn Van Buyten var aftur á ferðinni þegar hann skoraði eftir klafs í teig Mílanómanna og tryggði Bayern mikilvægt 2-2 jafntefli - ekki ósvipað og í fyrri leiknum gegn Real Madrid í síðustu umferð. Það er því ljóst að ítalska liðsins bíður gríðarlega erfiður síðari leikur í Þýskalandi. AC Milan 2 - 2 Bayern MunchenAndrea Pirlo (40) Daniel van Buyten (78) Kaká (víti 84) Daniel van Buyten (90) AC Milan: Dida, Oddo, Nesta, Maldini, Jankulovski (Kaladze 87), Gattuso, Pirlo, Ambrosini, Seedorf (Gourcuff 85), Kaka, Gilardino (Inzaghi 71). Ónotaðir varamenn: Kalac, Cafu, Bonera, Brocchi.Gul spjöld: Gilardino.Mörk: Pirlo 40, Kaka 84 (víti).Skot (á mark): 14 (4)Brot: 9Hornspyrnur: 4Með bolta: 50%Rangstöður: 1Varin skot: 2 Bayern Munchen: Rensing, Sagnol (Lell 67), Lucio, Van Buyten, Lahm, Salihamidzic, Hargreaves, Ottl, Schweinsteiger, Makaay (Santa Cruz 86), Podolski (Pizarro 68). Ónotaðir varamenn: Dreher, Scholl, Gorlitz, Demichelis.Gul spjöld: Salihamidzic, Van Buyten.Mörk: Van Buyten 78, 90.Skot (á mark): 14 (4)Brot: 12Hornspyrnur: 5Með bolta: 50%Rangstöður: 1Varin skot: 2 Áhorfendur: 77,700Dómari: Yuri Baskakov (Rússlandi). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ Sjá meira
AC Milan og Bayern Munchen skildu jöfn 2-2 í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það var varnarmaðurinn Daniel van Buyten sem var hetja gestanna þegar hann skoraði jöfnunarmark liðsins nokkrum sekúndum áður en flautað var af. Hann skoraði bæði mörk þýska liðsins í kvöld eftir að Pirlo og Kaka höfðu tvisvar komið Milan í vænlega stöðu. Andrea Pirlo færði heimamönnum í Milan sanngjarna 1-0 forystu með slysalegu skallamarki á 40. mínútu leiksins og þannig var staðan í hálfleik. Van Buyten jafnaði fyrir Bayern og skoraði mikilvægt mark á útivelli þegar 12 mínútur lifðu leiks. Kaka kom svo heimamönnum yfir aftur þegar rússneski dómarinn vildi meina að Lucio hefði brotið á honum - en sá dómur var kolrangur. Bayern tók áhættu í blálokin og miðvörðurinn Van Buyten var aftur á ferðinni þegar hann skoraði eftir klafs í teig Mílanómanna og tryggði Bayern mikilvægt 2-2 jafntefli - ekki ósvipað og í fyrri leiknum gegn Real Madrid í síðustu umferð. Það er því ljóst að ítalska liðsins bíður gríðarlega erfiður síðari leikur í Þýskalandi. AC Milan 2 - 2 Bayern MunchenAndrea Pirlo (40) Daniel van Buyten (78) Kaká (víti 84) Daniel van Buyten (90) AC Milan: Dida, Oddo, Nesta, Maldini, Jankulovski (Kaladze 87), Gattuso, Pirlo, Ambrosini, Seedorf (Gourcuff 85), Kaka, Gilardino (Inzaghi 71). Ónotaðir varamenn: Kalac, Cafu, Bonera, Brocchi.Gul spjöld: Gilardino.Mörk: Pirlo 40, Kaka 84 (víti).Skot (á mark): 14 (4)Brot: 9Hornspyrnur: 4Með bolta: 50%Rangstöður: 1Varin skot: 2 Bayern Munchen: Rensing, Sagnol (Lell 67), Lucio, Van Buyten, Lahm, Salihamidzic, Hargreaves, Ottl, Schweinsteiger, Makaay (Santa Cruz 86), Podolski (Pizarro 68). Ónotaðir varamenn: Dreher, Scholl, Gorlitz, Demichelis.Gul spjöld: Salihamidzic, Van Buyten.Mörk: Van Buyten 78, 90.Skot (á mark): 14 (4)Brot: 12Hornspyrnur: 5Með bolta: 50%Rangstöður: 1Varin skot: 2 Áhorfendur: 77,700Dómari: Yuri Baskakov (Rússlandi).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ Sjá meira