Fótbolti

Schalke í vænlegri stöðu

NordicPhotos/GettyImages

Schalke tók stórt skref í átt að fyrsta meistaratitli sínum í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag með sannfærandi 3-0 útisigri á Mainz. Kevin Kuranyi, Gerald Asamoah og Lincoln skoruðu mörk Schalke, sem hefur nú fjögurra stiga forskot á Bremen á toppnum. Bremen á leik til góða gegn Dortmund á morgun.

Stuttgart skaust í annað sætið í dag með 2-1 sigri á Hannover í dag og hefur liðið hlotið 55 stig en Schalke 59. Bremen er með 54 stig og Bayern er í fjórða sætinu með 50 stig, en bæði lið eiga leik til góða á morgun þar sem meistarar Bayern mæta Leverkusen.

Fyrrum framherji Bayern, Paolo Guerrero skoraði sigurmark Hamburg á síðustu mínútunni þegar liðið lagði Gladbach 1-0 í gær. Sigurinn þýddi að Hamburg er komið úr bráðri fallhættu, en tap Gladbach þýðir að nú er liðið nánast öruggt með að falla í 1. deildina. Til að bæta gráu ofan á svart meiddist bandaríski markvörðurinn Kasey Keller í leiknum gegn Hamburg og verður væntanlega ekki meira með liðinu á leiktíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×