Fótbolti

Allt í járnum í Þýskalandi

Diego fagnar hér marki sínu í dag ásamt félögum sínum í Bremen
Diego fagnar hér marki sínu í dag ásamt félögum sínum í Bremen AFP

Werder Bremen skaust aftur í annað sætið í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag eftir góðan 2-0 sigur á Dortmund. Meistarar Bayern Munchen halda í veika von um að verja titilinn eftir 2-1 sigur á Leverkusen.

Framherjinn skæði Miroslav Klose hélt uppteknum hætti og kom Bremen yfir gegn Dortmund eftir hálftíma leik og Argentínumaðurinn Diego gerði út um leikinn tíu mínútum síðar. Roy Makaay og Mark van Bommel skoruðu mörk Bayern í sigrinum á Leverkusen.

Toppliðin fjögur hafa því unnið alla leiki sína tvær vikur í röð og því verður spennan mikil í lokaumferðunum. Schalke er á toppnum með 59 stig eftir 3-0 sigur á Mainz í gær, Bremen í öðru með 57, Stuttgart hefur 55 stig í þriðja sæti í gær eftir heppnissigur á Hannover í gær og meistarar Bayern eru í fjórða sætinu með 53 stig. Aðeins fimm umferðir eru eftir af deildarkeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×