Ummæli leikmanna KR eftir sigurinn á Njarðvík 16. apríl 2007 23:31 Mynd/Vilhelm Leikmenn KR voru að vonum hátt stefndir eftir að þeir höfðu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld. Flestir töluðu þeir um að áhorfendur og karakterinn í liðinu hefði skilað því sigrinum. KR-ingur númer eitt, Einar Bollason, skrifaði sigurinn að mestu á Benedikt Guðmundsson þjálfara og sagði hann þann besta á landinu. Pálmi Freyr Sigurgeirsson: Stuðningsmennirnir stórkostlegir "Ég hef nú bara aldrei lent í öðru eins. Þessi úrslitakeppni er búin að vera ótrúleg og við höfum náð að koma til baka í leik eftir leik þar sem við höfum verið undir í hverri einustu seríu og stuðningsmennirnir hafa verið alveg stórkostlegir."Brynjar Björnsson: Losers go home -hvað annað? "Þessi úrslitakeppni er búin að vera rosaleg. Þetta getur ekki verið betra. Við erum búnir að sýna svona svakalegan karakter alla úrslitakeppninna. Vá, hvað þetta er ljúft. Njarðvíkingarnir fóru ekkert á taugum, við vorum bara betri. Nú förum við bara og skemmtum okkur með þessum frábæru áhorfendum sem voru mættir hérna klukkutíma fyrir leik. Þeir eru rosalegir og þetta gerist ekki betra. Ég vil bara bæta því við sem ég sagði eftir Snæfells-leikina - Losers go home."Einar Bollason, stuðningsmaður: Benedikt bestur. "KR hjartað klikkar aldrei og það er ekki búið fyrr en það er búið. Það versta við þetta er að ég held að þetta lið sé svo sterkt og eigi eftir að vinna svo marga titla að ég held bara að menn eigi eftir að gleyma okkur þessum gömlu. Þetta er stórkostlegt lið með besta þjálfara sem ég hef séð í mörg ár. Benedikt vann þetta einvígi tvímannalaust og svo erum við með stuðningsmenn sem ekkert annað lið á Íslandi getur státað af. Þeir gáfust aldrei upp."Darri Hilmarsson: Þeir voru þreyttir "Við trúðum þessu allan tímann. Þeir voru orðnir þreyttir af því við djöfluðumst í þeim allan tímann. Ég veit ekki um aðra eins stuðningsmenn og við eigum hérna og það er þeim að þakka að við unnum þetta. Svo erum við með besta þjálfarann í deildinni." Baldur Ólafsson: Gripinn úr steikinni "Ég var bara í steikinni á föstudaginn langa og svo er maður bara kominn hérna út á gólf að taka þátt í þessu. Þetta er alveg fáránlegt. Ég var bara í gæslunni hérna í fimmta leiknum á móti snæfelli og nú er maður kominn með titilinn hérna úti á gólfi. Þessi lið eru bæði frábær, en það er rosalegur karakter í okkar liði." Tyson Patterson: Ætlar að koma aftur næsta vetur Njarðvík er með frábært lið eins og við en sem betur fer datt þetta okkar megin í kvöld. Við náðum að stýra hraðanum, spila vörn og svo skilaði baráttan okkur sigri. Við trúðum því þegar við fórum í framlengingu að leikurinn væri að snúast okkur í hag," sagði Patterson og bætti því við að hann ætti von á því að vera áfram hjá KR næsta vetur. Dominos-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira
Leikmenn KR voru að vonum hátt stefndir eftir að þeir höfðu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld. Flestir töluðu þeir um að áhorfendur og karakterinn í liðinu hefði skilað því sigrinum. KR-ingur númer eitt, Einar Bollason, skrifaði sigurinn að mestu á Benedikt Guðmundsson þjálfara og sagði hann þann besta á landinu. Pálmi Freyr Sigurgeirsson: Stuðningsmennirnir stórkostlegir "Ég hef nú bara aldrei lent í öðru eins. Þessi úrslitakeppni er búin að vera ótrúleg og við höfum náð að koma til baka í leik eftir leik þar sem við höfum verið undir í hverri einustu seríu og stuðningsmennirnir hafa verið alveg stórkostlegir."Brynjar Björnsson: Losers go home -hvað annað? "Þessi úrslitakeppni er búin að vera rosaleg. Þetta getur ekki verið betra. Við erum búnir að sýna svona svakalegan karakter alla úrslitakeppninna. Vá, hvað þetta er ljúft. Njarðvíkingarnir fóru ekkert á taugum, við vorum bara betri. Nú förum við bara og skemmtum okkur með þessum frábæru áhorfendum sem voru mættir hérna klukkutíma fyrir leik. Þeir eru rosalegir og þetta gerist ekki betra. Ég vil bara bæta því við sem ég sagði eftir Snæfells-leikina - Losers go home."Einar Bollason, stuðningsmaður: Benedikt bestur. "KR hjartað klikkar aldrei og það er ekki búið fyrr en það er búið. Það versta við þetta er að ég held að þetta lið sé svo sterkt og eigi eftir að vinna svo marga titla að ég held bara að menn eigi eftir að gleyma okkur þessum gömlu. Þetta er stórkostlegt lið með besta þjálfara sem ég hef séð í mörg ár. Benedikt vann þetta einvígi tvímannalaust og svo erum við með stuðningsmenn sem ekkert annað lið á Íslandi getur státað af. Þeir gáfust aldrei upp."Darri Hilmarsson: Þeir voru þreyttir "Við trúðum þessu allan tímann. Þeir voru orðnir þreyttir af því við djöfluðumst í þeim allan tímann. Ég veit ekki um aðra eins stuðningsmenn og við eigum hérna og það er þeim að þakka að við unnum þetta. Svo erum við með besta þjálfarann í deildinni." Baldur Ólafsson: Gripinn úr steikinni "Ég var bara í steikinni á föstudaginn langa og svo er maður bara kominn hérna út á gólf að taka þátt í þessu. Þetta er alveg fáránlegt. Ég var bara í gæslunni hérna í fimmta leiknum á móti snæfelli og nú er maður kominn með titilinn hérna úti á gólfi. Þessi lið eru bæði frábær, en það er rosalegur karakter í okkar liði." Tyson Patterson: Ætlar að koma aftur næsta vetur Njarðvík er með frábært lið eins og við en sem betur fer datt þetta okkar megin í kvöld. Við náðum að stýra hraðanum, spila vörn og svo skilaði baráttan okkur sigri. Við trúðum því þegar við fórum í framlengingu að leikurinn væri að snúast okkur í hag," sagði Patterson og bætti því við að hann ætti von á því að vera áfram hjá KR næsta vetur.
Dominos-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira