Erlent

Öryggisráðið ræðir loftslagsbreytingar

Utanríkisráðherra Bretlands, Margaret Beckett.
Utanríkisráðherra Bretlands, Margaret Beckett. MYND/AFP
Utanríkisráðherra Bretlands, Margaret Beckett, stýrir í dag umræðu hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um áhrif loftslagsbreytinga á öryggisástand í heiminum. Beckett ætlar sér að ræða um matar- og vatnsskort sem á eftir að verða vegna. Hún segir að það eigi eftir að gera öryggisástandið í heiminum enn verra.

Þó er búist við því að margir meðlimir öryggisráðsins eigi eftir að eiga erfitt með að trúa rökum Beckett. Rússland og Kína hafa þegar sagt að öryggisráðið sé ekki réttur vettvangur fyrir slíkar umræður. Mörg þróunarlönd líta einnig á málið sem réttlætisatriði frekar en ógn við öryggi.

Beckett sagði fyrir fundinn að hún hefði fulla trú á því að loftslagsbreytingar ættu eftir að hafa áhrif á tilefni og ástæður átaka. „Öll vandamálin sem öryggisráðið er að kljást við eiga eftir að verða stærri vegna áhrifa loftslagsbreytinga." sagði Beckett. „Óstöðugleikinn sem þær valda, með því að setja aukið vægi á vatns- og matarforða, þýðir aukna og umtalsverða hættu." bætti hún síðan við.

Talið er að allt að 200 milljónir manna gætu þurft að flýja heimili sín fyrir árið 2050 vegna hækkunar á yfirborði sjávar. Þá er talið að átök í framtíðinni gætu snúist um orkugjafa og aðgang að þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×