Erlent

Gráðugi samverjinn

Óli Tynes skrifar
Járnbrautarlest á leið til Hamborgar.
Járnbrautarlest á leið til Hamborgar.

Þrjátíu og tveggja ára gamall maður fannst látinn í járnbrautarlest á leið til Hamborgar. Hann var einn í vagninum og tuttugu og sex ára gamall maður sem fann hann var ekkert að láta af því vita. Þess í stað stal hann veski hins látna. Og sneri svo aftur og aftur að líkinu til þess að plokka af því armbandsúrið og aðra verðmæta hluti.

Þegar tveir farþegar til viðbótar komu inn í vagninn tók hinn gráðugi samverji þátt í lífgunartilraunum en lét sig svo hverfa. Allt þetta sást greinilega í öryggismyndavélum lestarinnar. Þjófurinn gaf sig fram við lögregluna í Hamborg, í gær. Ekki er vitað um dánarorsök hins látna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×