Erlent

Stakk af frá deyjandi syni

Óli Tynes skrifar
Byron Perkins. Tæpast kjörinn faðir ársins á næstunni.
Byron Perkins. Tæpast kjörinn faðir ársins á næstunni. MYND/AP

Byron Perkins sat í fangelsi fyrir eiturlyfjasölu í Kentucky. Þegar ungur sonur hans var að deyja vegna nýrnabilunar fékk Perkins leyfi til þess að fara úr fangelsinu til þess að gefa honum annað nýra sitt. En Perkins kom aldrei á sjúkrahúsið. Hann fór heim til kærustu sinnar, LeuAnn Howard, sem beið hans með bíl og peninga. Þau stungu af til Mexíkó.

Í meira en ár lifðu þau þar góðu lífi á ágóðanum af eiturlyfjasölu Perkins. Á meðan hrakaði syni hans á sjúkrahúsinu.

Byron Perkins og LeaAnn voru loks handtekin í Mexíkó, í gærkvöldi. Þau verða framseld til Bandaríkjanna.

Sonurinn þarf þó ekki nýra úr pabba sínum lengur. Hann fékk á síðustu stundu nýra úr óskyldum líffæragjafa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×