Erlent

Ugluhausar hata Travolta

Óli Tynes skrifar
Travolta er að gera útaf við nágranna sína.
Travolta er að gera útaf við nágranna sína.

Íbúar smábæjarins Ugluhöfuðs í Maine í Bandaríkjunum eru þreyttir mjög á nágranna sínum John Travolta. Ástæðan er sú að við Ugluhöfuð er lítill flugvöllur, fyrir litlar einkaflugvélar. Það er óskrifuð regla hjá flugmönnum sem nota hann hann ekki eftir klukkan tíu á kvöldin til klukkan sex á morgnana.

Undantekningin er John Travolta sem fer um völlinn hvenær sem er, á beljandi Gulfstream einkaþotu sinni.

John Travolta er mikill flugáhugamaður og á margar flugvélar. Þar á meðal fjögurra hreyfla Boeing 707 farþegaþotu og Grumman Gulfstream forstjóraþotu. Stærstu forstjóraþotu sem framleidd er.

Jeff Northgraves, flugvallarstjóri Ugluhöfuðs segir að Travolta eigi háværustu flugvél sem þeir hafi nokkru sinnum heyrt í. Og hann fljúgi henni á öllum tímum sólarhringsins.

Nágrannarnir hafa tekið það til bragðs að skrifa Jeff bréf og kvarta, í hvert skipti sem Travolta notar flugvöllinn. Jeff hefur því skrifað söngleikaranum bréf og beðið hann um að sýna meiri tillitssemi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×