Erlent

Aflétta banni á demanta-útflutningi

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að aflétta banni á útflutningi á demöntum frá Afríkuríkinu Líberíu. Bannið hefur verið í gildi frá 2001 og var sett á til að koma í veg fyrir að ágóðinni af sölunni yrði notaður til að fjármagna stríð í Vestur-Afríku.

Það var niðurstaða ráðsins að nægilega mikil framþróun hefði orðið í Líberíu og því rétt að aflétta banninu. Líberíumenn kusu sér forseta fyrir tveimur árum og var það í fyrsta sinn frá því borgarastyrjöld í landinu lauk.

Kofi Annan hitti Ellen Johnson forseta Líberíu vegna viðskiptabannsins á síðasta ári.

UN Secretary General Kofi Annan (L) and Liberia President Ellen Johnson Sirleaf arrive 04 July 2006, at the Executive Mansion in Monrovia. Annan has arrived in Liberia at the start of three-day visit. The UN Security Council last month lifted the timber embargo on Liberia for 90 days in a vote of confidence in new Liberian President Ellen Johnson Sirleaf but kept a diamonds ban pending certification that the stones are not used to finance conflict.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×