Fótbolti

Allt opið í þýsku úrvalsdeildinni

Vonbrigðin leyna sér ekki hjá Oliver Kahn, fyrirliða Bayern
Vonbrigðin leyna sér ekki hjá Oliver Kahn, fyrirliða Bayern NordicPhotos/GettyImages

Nú stefnir í æsispennandi lokasprett í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Meistarar Bayern Munchen lágu á heimavelli gegn HSV og eru nú möguleikar liðsins á Meistaradeildarsæti orðnir ansi litlir. Topplið Schalke tapaði í gær fyrir Bochum 2-1 og Stuttgart skaust í annað sætið í dag eftir 1-0 sigur á botnliði Gladbach.

Schalke er í efsta sæti deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir með 62 stig, Stuttgart hefur 61 stig í öðru og Bremen er í þriðja sætinu með 60 stig og á leik til góða. Bayern er í fjórða sæti með 53 stig en þriðja sætið gefur sæti í Meistaradeildinni. Bremen getur skotist á toppinn með sigri á Bielefeld á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×