Luca Toni hefur skorað 61 mark fyrir Fiorentina á síðustu tveimur tímabilum og 16 í veturNordicPhotos/GettyImages
Ítalskir fjölmiðlar fullyrða í dag að landsliðsframherjinn Luca Toni hjá Fiorentina sé á leið til Bayern Munchen í Þýskalandi. Sagt er að kaupverðið sé um 12 milljónir punda og að hann verði í kjölfarið hæst launaðasti leikmaður Bayern með um 3,75 milljónir punda í árslaun. Toni hefur skorað grimmt í A-deildinni á síðustu árum og er með 16 mörk á þessari leiktíð. Forráðamenn Bayern neita að staðfesta þessar fréttir.