Erlent

Ekki borgað fyrir eldsneyti í heilt ár

Norðmaðurinn Stig Breisten hefur ekki borgað fyrir eldsneyti á bílinn sinn í heilt ár. Hann notar jurtaolíu á díselvélina sína og fær hana gefins á knæpu í næsta nágrenni við sig.

Stig Breisten segir vitað mál að þegar Rúdolft Diesel hafi búið til díselvélina árið 1893 hafi hann hannað hana þannig að jurtaolía yrði notuð til að knýja hana áfram. Olíufélög hafi hins vegar séð til þess að málin þróuðust með öðrum hætti. Þess vegna hafi bílar með slíka vél verið knúnir áfram með jarðefnaeldsneyti í rúma öld. Stig segist því nota rétta olíu. Hægt sé að draga úr loftmengun í Noregi um 10% með þessu og án þess að ráðamenn komi að því.

Stig segir lítið mál að breyta yfir í jurtaolíu. Í vélinni sé ventill sem geri mögulegt að keyra á díselolíu eða jurtaolíu. Stig fær jurtaolíuna gefins á knæpu sem stenedur nærri heimili hans. Olían hefur þá verið notuð til djúpsteikingar. Eigendur knæpunar eru himinlifandi með að geta gefið Stig olíuna. Um sérstakt úrgang sé að ræða sem þurfi að borga fyrir að losa sig við.

Stig er mjög ánægður með þessa olíunotkun enda ekki þurft að greiða fyrir eldsneyti í heilt ár. Svo vekji útblásturinn á bílnum hans alltaf athygli. Hann lykti eins og nýpoppað poppkorn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×