Bremen fór illa að ráði sínu

Werder Bremen fullkomnaði ömurlega viku sína í dag með því að tapa 3-2 fyrir Bielefeld á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Bremen átti möguleika að komast á toppinn með sigri, en er nú enn í þriðja sæti deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir. Liðið steinlá 3-0 fyrir Espanyol í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópukeppni félagsliða fyrr í vikunni. Sigur Bielefeld þýddi að Gladbach er fallið úr deildinni í annað sinn á átta árum.