Erlent

Stjórnarherinn heitir hefndum

Stjórnarherinn í Súdan hét því í dag að berja niður bandalag uppreisnarhópa í Darfúr-héraði landsins þar sem þeir drápu herforingja sem hafði lent þyrlu sinni á svæðinu vegna vélarbilunar. „Herinn, sem fordæmir þessa grimmu og svikulu árás, heitir því að svara henni með enn þyngri árásum... og mun brjóta þessa uppreisnarmenn á bak aftur." Þetta hafði ríkisfréttastöð Súdan eftir herforingja í súdanska hernum í dag.

Í tilkynningu frá hernum kom fram að hann kenndi NRA, sem er hópur uppreisnarmanna, um atvikið. Hópurinn sagðist hafa skotið niður þyrlu sem réðist á þá á meðan þeir voru að undirbúa sig fyrir viðræður við aðra uppreisnarhópa. Þær viðræður áttu síðan að leiða til friðarviðræðna við stjórnvöld í Súdan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×