Erlent

Landsstjórn Grænlands sprungin

Guðjón Helgason skrifar

Landsstjórnin á Grænlandi sprakk í gær. Deilur um rækjukvóta urðu til þess að vinstriflokkurinn Inuit Ataqatigiit klauf sig út úr henni. Jafnaðarmenn í Siumut flokknum og hægrimenn í Atassut, sem einnig sátu í stjórninni, reyna nú að mynda nýja.

Hans Enoksen, formaður landsstjórnarinnar, mun að sögn danskra miðla, hafa rekið Josef Motzfeldt, utanríkis- og fjármálaráðherra, og Agathe Fontain, heilbrigðisráðherra, sem báðir sátu í stjórninni fyrir vinstriflokkinn. Enoksen neitar ásökunum þeirra um að Síúmút flokkurinn ætli sér að stunda ofveiði á rækju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×