Erlent

Alþjóðastríðsglæpadómstólinn ákærir vegna Darfúr-héraðs

Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipanir á hendur tveimur mönnum sem sakaðir hafa verið um stríðsglæpi í Darfúr-héraði Súdan. Mennirnir tveir eru Ahmed Haroun, fyrrum innanríkisráðherra Súdan þegar átökin stóðu sem hæst, og herforingi vígamanna, Ali Muhammad Ali Abd-al-Rahman, einnig þekktur sem Ali Kushayb. Súdanir hafa þegar neitað að láta mennina tvo af hendi.

Súdan hefur þegar sagt að mennirnir tveir sem Alþjóðadómstóllinn í Haag gaf út handtökuskipanir á í dag muni ekki verða afhentir. „Við viðurkennum ekki Alþjóðadómstólinn... og við munum ekki afhenda neinn súdanskan ríkisborgara og jafnvel ekki úr röðum uppreisnarmanna sem berjast gegn stjórnvöldum." sagði dómsmálaráðherra Súdan, Mohamed Ali Al-Mardi í samtali við Reuters í dag. „Okkar afstaða er skýr og það hefur ekkert gerst sem gæti fengið okkur til þess að breyta henni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×