Erlent

Brjóst í pósti

Óli Tynes skrifar

Eins og margar danskar vændiskonur er Kirsten með heimasíðu. Þar er meðal annars að finna myndir af henni. Nýlega fékk Kirsten bréf frá fyrirtæki sem heitir "Helth Care Danmark." Þar segir meðal annars: "Með tilliti til líkamsbyggingar og hæðar yrðir þú gríðarlega flott með stærri barm, C 75, viljum við gera þér tilboð og ráðleggingar. Hringdu til okkar til að fá tíma."

Í samtali við Danmarks Radio á Sjálandi, segir Kirsten að sér hafi þótt þetta heldur persónuleg orðsending. Fyrirtækið hafi greinilega skoðað heimasíðu hennar og séð þar gróðavon. Danska útvarpið segir að starfssystir Kirsten hafi einnig fengið bréf frá Helth Care Danmark. Hún þykir greinilega heldur búttuð, því henni er boðið fitusog.

Dönsku neytendasamtökin líta þetta mál alvarlegum augum og segja athæfið ólöglegt. Ib Tordrup, framvkædastjóri Helth Care Danmark, segir hinsvegar í samtali við útvarpið að fyrirtækið sé skráð í Bangkok og því óháð dönskum lögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×