Þýska úrvalsdeildarfélagið Hannover er nú sagt vera langt komið með að semja við Birmingham á Englandi um kaup á finnska framherjanum Mikael Forssell fyrir um eina milljón punda. Forssell á eitt ár eftir af samningi sínum við Birmingham, en hann er fæddur í Þýskalandi og hefur reynslu af því að spila þar í landi. Landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson leikur með Hannover.