Erlent

Einn af fyrstu geimförum Bandaríkjanna látinn

Óli Tynes skrifar
Walter Schirra, geimfari.
Walter Schirra, geimfari.

Bandaríski geimfarinn Walter Schirra er látinn, 84 ára að aldri. Hann var einn af hinum fyrstu sjö Mercury geimförum, sem fóru í fyrstu geimferðir Bandaríkjamanna. Schirra var eini geimfarinn sem flaug bæði Mercury, Gemini og Apollo geimförum. Hann var tilraunaflugmaður hjá Bandaríska flotanum áður en hann gekk til liðs við NASA árið 1959.

Mercury 7 geimfararnir urðu á sínum tíma þjóðhetjur, enda notaði geimferðastofnunin þá ótæplega til þess að afla stuðnings við geimferðaáætlunina meðan hún var enn í vöggu, ef svo má að orði komast.

Hörð samkeppni við Rússa ýtti einnig við bandarískum almenningi, enda höfðu Rússar forystu í geimferðakapphlaupinu lengi framan af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×