Erlent

Dönsk fermingarbörn fá áfengisfræðslu

Af heimasíðu Jyllandspóstsins
Af heimasíðu Jyllandspóstsins

Dönsk fermingarbörn fá nú fræðslu um áfengismál í fermingarfræðslunni. Danskir vínframleiðendur og innflytjendur hafa tekið höndum saman við kirkjuna um málið og eru unglingar varaðir við að þótt þeir teljist í fullorðinna manna tölu eftir fermingu, sé heili þeirra ekki fullþroskaður fyrr en um tvítugt. Áfengisdrykkja á unglingsárum geti tafið og truflað þann þroska.

Er þetta meðal annars gert í ljósi þess að krakkar byrja yngri og yngri að fikta við áfengi. Í ljósi þessa dregur danska blaðið Jótlandspósturinn þá ályktun að það styttist óðfluga í að kynfræðsla verði líka hluti af fermingarundribúningnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×