Erlent

Washington með öndina í hálsinum

Óli Tynes skrifar
Ameríkönum þykir rosa flott að fá drottninguna í heimsókn, jafnv el þótt Buffæturnar séu ekki með henniþ.
Ameríkönum þykir rosa flott að fá drottninguna í heimsókn, jafnv el þótt Buffæturnar séu ekki með henniþ.

Elísabet Englandsdrottning er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Drottningin kom til Washington í dag þar sem Bush forseti fór fyrir 5000 manna móttökunefnd. Í Washington bíður fræga og fína fólkið með öndina í hálsinum eftir að sjá hverjir verða á gestalistanum þegar frú Elísabet mætir í kvöldverð í Hvíta húsinu.

Einnig bíða menn með öndina í hálsinum eftir að sjá hverjir verða á gestalistanum þegar drottningin endurgeldur matarboðið með partíi í breska sendiráðinu í Lundúnum. ´

Slúðurblaðaskríbentar segja að menn séu tilbúnir að fremja morð til að ná sér í boðskort. Þetta mun vera fyrsta kjól og hvítt samkoman sem haldin er í Hvíta húsinu síðan George og Lára tóku við útidyralyklunum.

Georg er sagður kvöldsvæfur og lítt fyrir samkvæmi, enda er hann hættur að drekka. Eru menn sammála um að þetta sé hápunktur samkvæmislífsins í forsetatíð hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×