Erlent

Breska drottningin í Hvíta húsinu

Drottningin ásamt eiginmanni sínum og George W. Bush í dag.
Drottningin ásamt eiginmanni sínum og George W. Bush í dag. MYND/AFP
Breska drottningin fór í heimsókn í Hvíta húsið í Bandaríkjunum í dag. Í ræðu sem hún hélt fyrir utan bústað forsetans sagði hún að vinátta Bretlands og Bandaríkjanna væri „náin og traust." George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði við sama tækifæri að drottningin væri „góð persóna, sterkur leiðtogi og frábær bandamaður."

Síðar í dag mun drottningin verða heiðursgestur í sérstökum málsverði forsetans. Hún mun einnig heimsækja barnasjúkrahús í Washington. Drottningin er á ferðalagi um Bandaríkin til þess að minnast þess að 400 ár eru liðin síðan að fyrsta breska nýlendan var stofnsett í Norður-Ameríku.

Fyrr á ferðalagi sínu lýsti drottningin yfir miklum harmi vegna skotárásanna í Virginíu. Hún fór einnig á Kentucky veðreiðarnar sem hún hefur lengi ætlað á.

Þetta var fyrsta ferðalag drottningarinnar þar sem hún jafnar út kolefnisfótspor sitt með því að leggja fé til umhverfismála til móts við útblástur úr farartækjum hennar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×