Erlent

Með tvær köngulær í eyranu

Læknir í Bretlandi varð heldur hissa eftir að hafa skoðað níu ára dreng vegna eyrnaverks. Í ljós kom að tvær köngulær höfðu tekið sér bólfestu í öðru eyra drengsins.

Jesse Courtney hafði kvartað sáran við móður sína vegna undarlegra hljóða og stöðugs verks í öðru eyranu. Svarið fannst svo þegar farið var með hann til læknis og tveimur köngulóm var skolað úr því. Önnur þeirra var enn lifandi.

„Þær voru að labba um á hljóðhimnunni." sagði Jesse. Móðir hans, Diane, bætti við „Hann var alltaf að segja mér að hann heyrði smelli í eyranu, eins og heyrast í Rice Krispies."

Þegar læknirinn skoðaði Jesse fann hann ekki samstundis hvað var að. Það var ekki fyrr en hann skolaði úr eyranu á honum að önnur könglóin kom út, dauð. Við aðra skolun kom sú seinni og var hún enn á lífi. Að þvermáli voru þær svipaðar og strokleður á blýanti.

Breska blaðið Metro skýrir frá þessu á heimasíðu sinni í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×