Erlent

Hermann fallinn í fjórða sinn

Darren Bent, leikamaður Charlton, horfir hér á leikmenn Tottenham fagna öðru marki sínu.
Darren Bent, leikamaður Charlton, horfir hér á leikmenn Tottenham fagna öðru marki sínu. MYND/AFP
Charlton féll í kvöld úr ensku úrvalsdeildinni eftir 2-0 tap gegn Tottenham á heimavelli sínum. Hermann Hreiðarsson var í liði Charlton í kvöld og þarf nú að bíta í það súra epli að falla úr efstu deild á Englandi í fjórða sinn á ferlinum. Dimitar Berbatov kom gestunum yfir í byrjun leiks og Jermain Defoe innsiglaði sigurinn á lokamínútunum. Þessi úrslit þýða jafnframt að Fulham er öruggt með að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni.

Tottenham er hinsvegar á ágætum málum eftir sigurinn og skaust í 6. sæti deildarinnar. Liðið á leik til góða gegn Blackburn á heimavelli á fimmtudaginn og getur tryggt sér Evrópusæti á næstu leiktíð með sigri. Vinni liðið svo síðasta leikinn mun það tryggja sér fimmta sætið í deildinni - líkt og á síðustu leiktíð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×