Erlent

Allir bannfærðir

Óli Tynes skrifar
Benedikt sextándi páfi.
Benedikt sextándi páfi.

Benedikt páfi sextándi segist sammála því að mexíkóskir stjórnmálamenn sem studdu lög sem leyfa fóstureyðingu verði bannfærðir. Slík lög voru sett í Mexíkóborg fyrir skömmu. Páfi lét þessi orð falla um borð í flugvél sem var að flytja hann í sína fyrstu pílagrímsferð til Suður-Ameríku.

Talsmaður páfa útskýrði síðar að þeir sem hefðu greitt atkvæði með lögunum hefðu sjálfkrafa bannfært sig með þeirri gjörð.

Kirkjunnar menn í Mexíkó hafa sagt að læknar og hjúkrunarkonur sem eyði fóstrum verði öll bannfærð. Sömuleiðis konur sem færu í fóstureyðingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×