Murdoch vill enn kaupa Dow Jones 9. maí 2007 15:24 Rupert Murdoch. Ástralskættaði fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch greindi frá því í dag að hann hyggðist ekki draga yfirtökutilboð sitt í bandaríska útgáfufélagið Dow Jones til baka þrátt fyrir andstöðu stærstu hluthafa þess. Dow Jones gefur meðal annars út dagblaðið Wall Street Journal og sagði Murdoch, að miðlar undir útgáfuhatti fyrirtækisins hentuðu fyrirtæki hans afar vel. Murdoch á fjölmiðlasamsteypuna News Corp., sem meðal annars heldur úti gríðarlegum fjölda dagblaða, tímarita og útvarpsstöðva víða um heim auk þess sem það á sjónvarpsstöðvarnar Fox og Sky. Þá er bandaríska kvikmyndafyrirtækið 20th Century Fox hluti af samsteypunni. Fyrirtæki Murdochs á sömuleiðis vefsvæðið MySpace, sem er með vinsælli vefsvæðum í heimi.Tilboð Murdochs hljóðaði upp á fimm milljarða bandaríkjadali, jafnvirði 321 milljarðs íslenskra króna. Meirihluti hluthafa í Dow Jones er mótfallinn tilboðinu, þar á meðal Bancroft-fjölskyldan, sem fer með rúmlega 60 prósent atkvæðaréttar í félaginu. Breska dagblaðið Guardian segir í dag að Murdoch vilji helst ekki greina frá því sem fram hefur farið í viðræðum hans við hluthafa Dow Jones. Hann hafi ætlað að halda viðræðunum fyrir utan kastljós fjölmiðlanna og þyki leitt að tilboðið hafi lekið til fjölmiðla í síðustu viku. Engu að síður telur hann tilboðið sanngjarnt og vel boðlegt miðað við núvirði félagsins, að sögn Guardian. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ástralskættaði fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch greindi frá því í dag að hann hyggðist ekki draga yfirtökutilboð sitt í bandaríska útgáfufélagið Dow Jones til baka þrátt fyrir andstöðu stærstu hluthafa þess. Dow Jones gefur meðal annars út dagblaðið Wall Street Journal og sagði Murdoch, að miðlar undir útgáfuhatti fyrirtækisins hentuðu fyrirtæki hans afar vel. Murdoch á fjölmiðlasamsteypuna News Corp., sem meðal annars heldur úti gríðarlegum fjölda dagblaða, tímarita og útvarpsstöðva víða um heim auk þess sem það á sjónvarpsstöðvarnar Fox og Sky. Þá er bandaríska kvikmyndafyrirtækið 20th Century Fox hluti af samsteypunni. Fyrirtæki Murdochs á sömuleiðis vefsvæðið MySpace, sem er með vinsælli vefsvæðum í heimi.Tilboð Murdochs hljóðaði upp á fimm milljarða bandaríkjadali, jafnvirði 321 milljarðs íslenskra króna. Meirihluti hluthafa í Dow Jones er mótfallinn tilboðinu, þar á meðal Bancroft-fjölskyldan, sem fer með rúmlega 60 prósent atkvæðaréttar í félaginu. Breska dagblaðið Guardian segir í dag að Murdoch vilji helst ekki greina frá því sem fram hefur farið í viðræðum hans við hluthafa Dow Jones. Hann hafi ætlað að halda viðræðunum fyrir utan kastljós fjölmiðlanna og þyki leitt að tilboðið hafi lekið til fjölmiðla í síðustu viku. Engu að síður telur hann tilboðið sanngjarnt og vel boðlegt miðað við núvirði félagsins, að sögn Guardian.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira