Erlent

Fjárstuðningur við herlið í Írak velti á framförum

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Bandarískir hermenn í Írak.
Bandarískir hermenn í Írak. MYND/AFP

Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær frumvarp til fjárstuðnings við bandaríkjaher í Írak til enda júlímánaðar. Frumvarpið felur í sér að eftir það velti fjárstuðningur á ótilgreindum skilyrðum til framfara í landinu.

George Bush bandaríkjaforseti sagði að hann myndi beita neitunarvaldi. Hann gaf þó í skyn að málamiðlun væri möguleg og að hugmyndin um viðmið fyrir framfarir væri skynsamleg.

Bush beitti nýlega neitunarvaldi gegn frumvarpi þingsins um að senda bandaríska hermenn heim frá Írak.

Frumvarpið í gærkvöldi var samþykkkt með 221 atkvæði demókrata gegn 205 atkvæðum repúblíkana. Það þykir því ólíklegt að öldungadeildinni takist að ná frumvarpinu í gegn þar sem meirihluti demókrata er afar naumur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×