Erlent

Blair styður Brown

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Tony Blair forsætisráðherra Bretlands tilkynnti í morgun að hann styddi Gordon Brown fjármálaráðherra sem arftaka sinn sem formann verkamannaflokksins. Búist er við að Brown Breta lýsi því yfir í dag að hann að hann sækist eftir því að taka við af Tony Blair sem formaður verkemannaflokksins og forsætisráðherra.

„Brown hefur það sem þarf til að leiða Verkamannaflokkinn og landið," sagði Blair þegar hann tilkynnti um stuðning sinn. Hann bætti síðan við: „Það er mér mikil ánægja að styðja Gordon Brown til forystu í Verkamannaflokknum."

Blair lýsti því yfir í gær að hann myndi hætta í embætti þann 27 júní næstkomandi. Brown þykir lang líklegasti arftaki hans. Tveir óbreyttir þingmenn þeir Michael Meacher og John McDonnell eru einu mögulegu keppinautar Brown. Þeir hafa þó ekki tilkynnt að þeir hafi nægan fjölda stuðningsaðila á bakvið sig til að mæta Brown í formannsslagnum.

Í ræðunni í dag mun Brown lýsa framtíðarsýn sinni og gildum sem forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×