Óvænt endurkoma og stutt stopp Guðjón Helgason skrifar 13. maí 2007 18:45 Það var stutt á milli hláturs og gráturs í nótt og morgun þegar frambjóðendur duttu inn og út af þingi með stuttu millibili. Einn reyndur þingmaður átti óvænta endurkomu á meðan annar nýliði staldraði stutt við á hinu háa Alþingi. Samúel Örn Erlingsson, annar maður á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi, datt óvnæt inn á þing á eftir Siv Friðleifsdóttur, heilbrigðisráðherra, á áttunda tímanum í morgun. Hann var að vonum ánægður með það enda kom það nokkuð á óvart miðað við framgöngu flokksins fram eftir kosninganótt. „Ef það væru ekki tveir sjónvarpstrukkar hérna fyrir framan húsið þá hefði ég haldið að þetta væri þokkalegur Hafnarfjarðarbrandari," sagði svefndrukkinn Samúel Örn þegar Haukur Hólm, fréttamaður, kom að máli við hann fyrir utan heimili hans í Kópavoginum í morgun. Svo fór þó að Samuel Örn fór ekki á þing því á tíunda tímanum í morgun komu síðustu tölur frá Norðvesturkjördæmi og þá var hann úti. Þá kom hins vegar inn á þing fimmti maður á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, Ellert B. Schram. Hann kom inn sem uppbótarþingmaður. Ellert, sem verður sjötugur á kjörtímabilinu, hefur áður setið á þingi, á árunum 1971 til 1979 og síðan 1983 til 1987, í bæði skiptin fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ellert var að vonum ánægður með úrslitin. Meiningin hafi verið að fara að setjast í helgan stein líkt og menn á hans aldri geri venjulega. Hann hafi hins vegar viljað leggja málstað og sjónarmiðjum jafnaðarstefnunnar lið og því gefið kost á sér á lista. Hann hafi ekki átt von á því að komast á þing. Sú hafi hins vegar orðið raunin í kosningunum í gær. Hann hafi fyrst fengið að vita af því þegar mágur hans, Jón Baldvin Hannibalsson, hafi hringt í Ellert og sagt honum að hann væri kominn á þing. Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Það var stutt á milli hláturs og gráturs í nótt og morgun þegar frambjóðendur duttu inn og út af þingi með stuttu millibili. Einn reyndur þingmaður átti óvænta endurkomu á meðan annar nýliði staldraði stutt við á hinu háa Alþingi. Samúel Örn Erlingsson, annar maður á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi, datt óvnæt inn á þing á eftir Siv Friðleifsdóttur, heilbrigðisráðherra, á áttunda tímanum í morgun. Hann var að vonum ánægður með það enda kom það nokkuð á óvart miðað við framgöngu flokksins fram eftir kosninganótt. „Ef það væru ekki tveir sjónvarpstrukkar hérna fyrir framan húsið þá hefði ég haldið að þetta væri þokkalegur Hafnarfjarðarbrandari," sagði svefndrukkinn Samúel Örn þegar Haukur Hólm, fréttamaður, kom að máli við hann fyrir utan heimili hans í Kópavoginum í morgun. Svo fór þó að Samuel Örn fór ekki á þing því á tíunda tímanum í morgun komu síðustu tölur frá Norðvesturkjördæmi og þá var hann úti. Þá kom hins vegar inn á þing fimmti maður á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, Ellert B. Schram. Hann kom inn sem uppbótarþingmaður. Ellert, sem verður sjötugur á kjörtímabilinu, hefur áður setið á þingi, á árunum 1971 til 1979 og síðan 1983 til 1987, í bæði skiptin fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ellert var að vonum ánægður með úrslitin. Meiningin hafi verið að fara að setjast í helgan stein líkt og menn á hans aldri geri venjulega. Hann hafi hins vegar viljað leggja málstað og sjónarmiðjum jafnaðarstefnunnar lið og því gefið kost á sér á lista. Hann hafi ekki átt von á því að komast á þing. Sú hafi hins vegar orðið raunin í kosningunum í gær. Hann hafi fyrst fengið að vita af því þegar mágur hans, Jón Baldvin Hannibalsson, hafi hringt í Ellert og sagt honum að hann væri kominn á þing.
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira