Erlent

Milljarður flóttamanna árið 2050

Loftslagsbreytingar eiga eftir að gera að minnsta kosti einn milljarð manna að flóttamönnum fyrir árið 2050. Skortur á vatni og uppskerubrestur gæti neytt fólk til þess að yfirgefa heimili sín. Þetta kom fram í skýrslu sem hjálparsamtökin Christian Aid gáfu út í dag.

Í henni sagði einnig að þróuðu ríki heimsins bæru að mestu ábyrgð á ástandinu og því ættu þau að borga kostnaðinn við hjálparstarf. Öryggissérfræðingar óttast að þessi aukni straumur flóttamanna eigi eftir að auka á átök sem þegar eru til staðar og skapa fjölmörg ný.

Vísindamenn spá því að hitastig í heiminum eigi eftir að hækka um 1,3 til 3,0 gráður á þessari öld vegna gróðurhúsaáhrifa. Sú hækkun, segja þeir, á síðan eftir að leiða til flóða og hungurs og stofna milljónum í hættu.

Önnur skýrsla sem kom út nýverið sagði að fyrir árið 2080 myndi þriðjung heimsins vanta vatn, 600 milljónir mat og 7 milljónir myndu þurfa að flýja heimili sín vegna hækkunar á yfirborði sjávar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×