Erlent

Rice í Moskvu

Rice mun funda með Pútín síðar í dag.
Rice mun funda með Pútín síðar í dag. MYND/AFP

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun í dag funda með Vladimir Putin, forseta Rússlands. Hún er sem stendur á ferðalagi um landið. Búist er við því að þau muni ræða um helstu deilumál ríkjanna tveggja. Fyrir fundinn hefur mikið verið rætt um hugsanlegt nýtt Kalt stríð en Rice gaf lítið fyrir slíka vangaveltur.

Engu að síður sagð hún vináttu ríkjanna tveggja á erfiðum tímapunkti. Talið er líklegt að viðræðurnar eigi eftir að snúast um væntanlegt eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna í Austur-Evrópu og framtíð Kosovo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×