Erlent

Stjórnarandstöðunni gekk vel

Stjórnarandstöðunni á Filippseyjum gekk betur en búist var við í þingkosningum sem fram fóru í gær. Bráðabirgðatölur sýndu að hún gæti unnið átta af tólf þingsætum í öldungadeild landsins. Ekki er búist við lokaniðurstöðum fyrr en eftir tæpan mánuð. Að minnsta kosti 126 létu lífið í átökum fyrir og um kosningarnar.

Þrátt fyrir það hækkuðu hlutabréf í verði þar sem kosningarnar þóttu ganga vel fyrir sig. Í síðustu þingkosningum létu að minnsta kosti 189 lífið.

Tveir létu lífið í gær þegar árás var gerð á talningarstöð. Vopnaðir menn réðust þá með skotvopnum á skólann sem talið var í og kveiktu síðan í honum.  

Þrátt fyrir þessi úrslit er búist við því að Gloria Arroyo, forseti landsins, muni halda stjórn á þinginu.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×