Erlent

Kína skorar á alþjóðasamfélagið að hjálpa Afríku

Forsætisráðherra Kínverja, Wen Jiabao, skoraði í gær á alþjóðasamfélagið að gera meira til þess að aðstoða Afríku. Þetta sagði hann á fundi Þróunarbanka Afríku sem fram fór í Shanghai. Fleiri en 700 kínversk fyrirtæki starfa í Afríku og hafa viðskipti á milli Kína og Afríku fjórfaldast á síðastliðnum sex árum.

Jiabao sagði nauðsynlegt að standa við skuldbindingar um þróunaraðstoð og að minnka og afskrifa skuldir Afríkulanda. Þá sagði hann ekki síður nauðsynlegt að sinna viðskiptum. Kína hefur þó verið gagnrýnt á alþjóðavettvangi fyrir að reyna ekki að hafa áhrif á ástandið í Súdan en Kína verslar mikið við stjórnvöld þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×