Erlent

Allir út að ýta - lestinni

Óli Tynes skrifar
Indverskar lestar eru jafnan vel mannaðar.
Indverskar lestar eru jafnan vel mannaðar.

Á Indlandi er það þannig að lestarnar fá rafstraum á vissum köflum leiðarinnar. Það fleytir þeim yfir rafmagnslausu kaflana og að næsta aflgjafa. Í Bihar héraði á dögunum vildi svo til að einhver tók óvart í neyðarbremsu og lestin stoppaði rétt áður en hún komst að kafla með rafmagni. En það vill svo vel til að Indverjar eru margir og lestarnar alltaf yfirfullar.

Lausnin var því einföld; "Allir út að ýta." Farþegarnir töltu hlýðnir út á teinana og ýttu lestinni þá fjóra metra sem voru að næsta rafmagnskafla. Það tók að vísu hálfa klukkustund en það hafðist. En líklega hefði þetta ekki getað gerst annarsstaðar í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×