Fótbolti

Kahn: Leikmenn skorti hungur

NordicPhotos/GettyImages

Oliver Kahn, fyrirliði Bayern Munchen, segir að leikmenn liðsins hafi skort hungur í vetur og segir það ástæðu þess að liðið á ekki möguleika á að enda ofar en í fjórða sæti deildarinnar.

Margir hafa sagt að Bayern hafi einfaldlega ekki náð að fylla skarð þeirra Michael Ballack og Ze Roberto á miðjunni í vetur og því hafi liðið ekki náð lengra en raun bar vitni. Kahn er hinsvegar ekki sammála þessu. "Leikmennirnir hefðu geta verið hungraðari í vetur. Við verðum að fara varlega úr því sem komið er og verðum að passa okkur á að detta ekki niður í einhverja meðalmennsku í framhaldi af vonbrigðunum í vetur. Við verðum að bregðast skjótt við að hrifsa titilinn til okkar aftur á næsta tímabili. Maður nær ekki árangri þó félagið eigi sér frábæra sögu og við vinnum ekki leiki á sögunni einni saman," sagði Kahn í samtali við Bild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×