Erlent

Gordon Brown sjálfkjörinn leiðtogi Verkamannaflokksins

Gordon Brown.
Gordon Brown. MYND/AFP

Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, verður sjálfkjörinn til leiðtogaembættis Verkamannaflokksins. Í gærkvöld rann út framboðsfresturinn en engum nema Brown tókst að safna þeim 45 þingmönnum á stuðningsmannalista sem tilskilinn er.

307 af 345 þingmönnum flokksins ætla að styðja Brown en sá sem næst kom, John McDonnell, hafði einungis náð að tryggja sér 29 atkvæði. Hann ákvað því að draga framboð sitt til baka. Brown verður formlega útnefndur leiðtogi flokksins á þingi hans 24. júní næstkomandi og þremur dögum síðar tekur hann svo við valdataumunum af Tony Blair forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×