Erlent

Var haldið föngnum í 13 ár

Suður-afrískur maður hefur verið ákærður fyrir ofbeldi eftir í ljós kom að hann hafði haldið ungum dreng föngnum í lokaðri kompu í 13 ár. Sagt er að drengurinn sé enn í áfalli og að hann þoli illa ljós. Talið er að maðurinn hafi rænt honum þegar hann var aðeins fimm ára gamall. Honum var bjargað eftir að nágrannar höfðu heyrt öskrin í honum. 

Lögregla er nú að reyna að hafa uppi á foreldrum hans. Talsmaður lögreglunnar sagði að drengurinn, Bongani, talaði aðeins þegar að ljósin væru slökkt. Hann er nú í umsjón yfirvalda. Hugsanlegt er að maðurinn verði ákærður fyrir fleiri brot eftir því sem rannsókn málsins miðar áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×