Erlent

Michael Moore sló í gegn í Cannes

Óli Tynes skrifar
Michael Moore.
Michael Moore. MYND/AP

Hinum dáða og hataða kvikmyndagerðarmanni Michael Moore var fagnað gríðarlega eftir að kvikmynd hans "Sicko" hafði verið frumsýnd í Cannes í dag. Í þessari nýjustu mynd sinni tekur hann fyrir heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum. Þar finnst honum ýmsu ábótavant. Svo ekki sé meira sagt.

Moore eirir engu. Hann hakkar í sig sjúkrahús, tryggingafélög og lyfjafyrirtæki. Og auðvitað stjórnmálamenn. Að venju gengur hann um með míkrafón og talar við hinn almenna borgara. Meðal annars við fólk sem hann segir að verði sjálft að sauma saman á sér opin sár, vegna þess að tryggingar þess eru ekki í lagi.

Moore segir að hvergi í þróuðu iðnríki sé heilbrigðisþjónustan jafn léleg og í Bandaríkjunum. Aldrei þessu vant var garpurinn nokkuð snyrtilegur í Cannes. Hann var í jakkafötum með snotur tískugleraugu. Og enga hafnaboltahúfu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×