Hvetur stjórnvöld til að skrifa undir fleiri mannréttindasamninga Guðjón Helgason skrifar 24. maí 2007 12:30 Íslendingar hafa ekki skrifað undir eða fullgilt alþjóðasamning um réttindi farandverkafólks og ekki fullgilt evrópusamning gegn mansali. Framkvæmdastjóri íslandsdeildar Amnesty International hvetur nýja ríkisstjórn til að gera það og skrifa undir aðra mikilvæga mannréttindasamninga. Ársskýrsla Amnesty International var kynnt í gær. Í henni er greint frá ástandi mannréttinda í hundrað fimmtíu og þremur löndum. Grunnskilaboðin eru þau að voldugar ríkisstjórnir og vopnaðir hópar hafi magnað vísvitandi upp ótta meðal fólks í því skyni að grafa undan mannréttindum og valda sundrungu manna á meðal. Fjallað eru ástand á átakasvæðum víða um heim, þar á meðal í Darfur-héraði í Afríkuríkinu Súdan sem er lýst sem blæðandi sári á samvisku heimsins. Tvö hundruð þúsund manns hafi týnt lífi í átökum og rúmlega tífallt fleiri hrakist frá heimilum sínum. Gagnkvæmt vantraust og leynimakk öflugustu ríkja Sameinuðu þjóðanna valdi því að þau geti ekki eða vilji bregaðst við mannréttindabrotum á svæðinu. Í skýrslunni er einnig að finna lista yfir alþjóðlega mannréttindasamninga og þau lönd sem eigi eftir að gerast aðilar að þeim eða fullgilda þá. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, bendir á að Íslendingar hafi enn ekki skrifað undir eða fullgilt alþjóðasamning um réttindi farandverkafólks og ekki fullgilt evrópusamning gegn mansali. Jóhanna segir nokkra aðra samninga sem íslensk yfirvöld hafi látið undir höfuð leggjast að fullgilda. Hún hvetur því nýja ríkisstjórn til að gera stórátak í því að Íslendingar verði aðilar að öllum mikilvægustu mannréttindasamningum og sáttmálum. Fréttir Innlent Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
Íslendingar hafa ekki skrifað undir eða fullgilt alþjóðasamning um réttindi farandverkafólks og ekki fullgilt evrópusamning gegn mansali. Framkvæmdastjóri íslandsdeildar Amnesty International hvetur nýja ríkisstjórn til að gera það og skrifa undir aðra mikilvæga mannréttindasamninga. Ársskýrsla Amnesty International var kynnt í gær. Í henni er greint frá ástandi mannréttinda í hundrað fimmtíu og þremur löndum. Grunnskilaboðin eru þau að voldugar ríkisstjórnir og vopnaðir hópar hafi magnað vísvitandi upp ótta meðal fólks í því skyni að grafa undan mannréttindum og valda sundrungu manna á meðal. Fjallað eru ástand á átakasvæðum víða um heim, þar á meðal í Darfur-héraði í Afríkuríkinu Súdan sem er lýst sem blæðandi sári á samvisku heimsins. Tvö hundruð þúsund manns hafi týnt lífi í átökum og rúmlega tífallt fleiri hrakist frá heimilum sínum. Gagnkvæmt vantraust og leynimakk öflugustu ríkja Sameinuðu þjóðanna valdi því að þau geti ekki eða vilji bregaðst við mannréttindabrotum á svæðinu. Í skýrslunni er einnig að finna lista yfir alþjóðlega mannréttindasamninga og þau lönd sem eigi eftir að gerast aðilar að þeim eða fullgilda þá. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, bendir á að Íslendingar hafi enn ekki skrifað undir eða fullgilt alþjóðasamning um réttindi farandverkafólks og ekki fullgilt evrópusamning gegn mansali. Jóhanna segir nokkra aðra samninga sem íslensk yfirvöld hafi látið undir höfuð leggjast að fullgilda. Hún hvetur því nýja ríkisstjórn til að gera stórátak í því að Íslendingar verði aðilar að öllum mikilvægustu mannréttindasamningum og sáttmálum.
Fréttir Innlent Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira